top of page
vestrahorn-mountaine-on-stokksnes-cape-i

Sagan okkar

Þegar dr. Holly T. Kristinsson, matvæla- og næringarfræðingur, flutti til Íslands frá Kaliforníu árið 2015 sá hún strax möguleikana sem felast í íslensku gæða hráefni. Hún stofnaði Responsible Foods árið 2019 og framleiðir nú einstakt íslenskt heilsunasl úr úrvals íslensku hráefni undir vörumerkinu Næra með eiginmanni sínum dr. Herði G. Kristinssyni.

sourcream_onion-piece-1.png
old-turf-house-skalholt-iceland-tall.jpg

Við notum einstaka einkaleyfavarða aðferð við framleiðsluna á Næra™ naslinu

strawberry-banana-skyr-piece-2.png

Aðferðin byggist á því að þurrka hráefnin á örskömmum tíma undir lofttæmi, með hreinni íslenskri orku, sem gefur naslinu skemmtilega poppaða áferð. Við erum með einkaréttinn á þessari einstöku aðferð.

mixed-berry-skyr-piece-2.png

Mild og hröð þurrkunin gerir það að verkum að hráefnin halda næringargildi sínu og bragði og engin þörf er á því að kæla vörurnar, sem hafa mjög langt geymsluþol.

Bara poppað, ekki bakað eða steikt.

Geothermal-energy-image.jpg
IMG-2393.jpeg
aged_estate-piece-1.png

Einstakt poppað íslenskt nasl frá Næra er nú fáanlegt sem osta og skyrnasl, sem er einstakt á heimsvísu. Fyrirtækið vinnur einnig að því að þróa byltingarkennt fiskinasl úr fyrsta flokks íslensku sjávarfangi sem verður lyktarlaust en fullt af fersku bragði.

cheddar-cheese-piece-1.png
bottom of page