Sagan okkar
Þegar dr. Holly T. Kristinsson, matvæla- og næringarfræðingur, flutti til Íslands frá Kaliforníu árið 2015 sá hún strax möguleikana sem felast í íslensku gæða hráefni. Hún stofnaði Responsible Foods árið 2019 og framleiðir nú einstakt íslenskt heilsunasl úr úrvals íslensku hráefni undir vörumerkinu Næra með eiginmanni sínum dr. Herði G. Kristinssyni.
Við notum einstaka einkaleyfavarða aðferð við framleiðsluna á Næra™ naslinu
Aðferðin byggist á því að þurrka hráefnin á örskömmum tíma undir lofttæmi, með hreinni íslenskri orku, sem gefur naslinu skemmtilega poppaða áferð. Við erum með einkaréttinn á þessari einstöku aðferð.
Mild og hröð þurrkunin gerir það að verkum að hráefnin halda næringargildi sínu og bragði og engin þörf er á því að kæla vörurnar, sem hafa mjög langt geymsluþol.
​
Bara poppað, ekki bakað eða steikt.